Merkileg viðbrögð

Eftir að hafa rétt litið yfir þessa frétt sem er í sjálfu sér ekkert merkileg þar sem vitað var að þessi maður var til, fór ég að lesa bloggin tengd henni. 

þau voru að mínum dómi mun merkilegri en fréttin sjálf, að undanskyldu vantrúar commenti sem aldrei klikkar og þ.a.l. ekki neitt óvænt við það, svo merkileg að það varð til þess að ég skráði mig sem mbl.is bloggara.

Það er með hreint ólíkindum hvað getur dottið inní hausinn á fólki þegar trú er annarsvegar, því eru bara engin takmörk sett.

Eins og hafi ekki alltaf verið vitað að þessi maður var til , og enn leyfar af byggingum og dóti tengdum honum , og þótt svo þeir hafi fundið einhverja beinagrind eða geymslustað líks, hvað kemur það kristnidómi við, ég á ekki eitt orð. 

Skrifandi um líkhús, þá kom kunningi minn til mín um daginn, voða hróðugur, búin að afsanna kenningu mína um kínverskar núðlur eru í raun copy/paste klúður kínverja þegar þeir voru að reyna að búa til Italian spagetti sem Marco Polo sýndi þeim um árið.  Hann sagðist hafa séð það í blaði um daginn að það fannst 5000 ára gamalt líkhús fyrir tveimur mánuðum siðan , og viti menn, hafði líkið ekki verið kvatt og sent yfirum með NÚÐLUR í skjóðunni.  Hvernig þessar 5000 ára núðlu súpa lítur út núna, ekki veit ég það.

Mér fyndist virkilega spennandi að vita hvað Heródes fékk í nestisboxið þegar hann fór yfir móðuna miklu , en það á sennilega eftir að koma í ljós á næstu dögum og mun ég fylgjast spenntur með. 


mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt er náttúrulega bara enn eitt púsl í spilið hjá þeim sem trúa hverjum einasta bókstaf biblíunnar. Skiptir væntanlega þá sem ekki trúa eins miklu máli.

kristinn (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:55

2 identicon

já, þetta eru kjánaleg viðbrögð. og kínversku núðlurnar er ég sammála þér að væri gaman að sjá.

kristín k (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband