Skyldan kallar

Sem ekki stjórnmálamaður og sem tónlistarmaður , þá skv. þessu virðist mér að allar tjáningar séu leyfðar.  Á þetta bara við um tónlistamenn sem eru ekki stjórnmálamenn , eða eru fleiri flokkar fólks sem eru ekki stjórnmálamenn sem hafa þetta tjáningarfrelsi ?

Ótrúlegt , ég fór á Rolling Stones í Shanghai , þeir minnust ekki einu orði á Tibet , enda held ég engin hafi haft áhuga á að hlusta á Tíbet sögur, fólk kom á tónleika.  Gerir það þá að "ekki tónlistarmönnum" og gerir það þá líka tilfynningalausa ?   Þeim var bannað að spila nokkur lög , þeir sögðu "ekkert mál" , við virðum lög og reglur hér , skiljum að culture ráðherra verður að vernda það sem Expats bankers með hjákonum sínum fái að hlusta á , ekkert mál og þeir stóðu við það.

Fólk eins og Björk , rétt eins og Rolling Stones , það verður að virða þær reglur sem eru settar í hverju landi þar sem það kemur og heimsækir sem gestir. Að gera lítið úr gestgjafanum , þótt þú sért ekki sáttur við hann , það er ekki gott.

Það hefði verið meiri stíll yfir stúlkunni að neita því opinberlega að koma EKKi til Kína , vegna stöðu mála í Tíbet  , hver svo sem sú staða er.

Þar sem ég er ekki stjórnmálamaður, heldur fyrst og fremst frumkvöðull , þá sem slíkur tel ég það skyldu mína að prufa að gera einhverja fáránlega hluti.................. , fáránlegri en ég hef nokkru sinni gert áður , þar sem það er jú tímapuntur tilfinninga minna á þessu augnabliki.   þetta var jú gert með annað í huga , en það getur siðan hver sem er túlkað að eins og hann vill, og það mun veita mér ómælda ánægju.

 Óska öllum góðs gengis í rugluðum gjörðum

 Pöggurinn


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband