Björk , ertu "happy" núna ?

Unanfarin ár hafa stjórnvöld hér í Kína verið að slaka upp á þvi að leyfa erlendum listamönnum og skemmtikröftum að koma hingað og sýna og leika listir sínar.

Hér ríkja ákveðin lög og reglur , rétt eins og annarsstaðar og þótt svo að þessir gestir hafa ekki verið alltaf sammála þeim, þá hafa þeir virt þessi lög og reglur , rétt eins og þau gera þegar þau ferðast annars staðar.

Þetta hefur orðið til þess að það hefur skapast traust milli erlendra listamanna og stjórnvalda í Kína og framboðið að hágæða atburðum hefur aukist , skref fyrir skerf og skerfin hafa verið að stækka.

Það er alveg ljóst að Björk hefur með sinni frábærri framkomu skemmt þessa þróun og á næstunni þá verður erfiðara fyrir listamenn að koma hingað , og það sem meira og verra , hún hefur séð til þess að fólk sem býr hér í Kína , það mun ekki hafa eins greiðan aðgang að hágæða list eins og það vonaðist til .

Björk , ef þú hefur svona óendanlega þörf fyrir að tjá þig um sjálfstæði ríkja , gerðu það þá sem persóna og haltu því fyrir utan þína list og sérstaklega , ekki gabba fólk til að borga fyrir að hlusta á þínar pólitísku skoðanir , það er algjör lágmarkskrafa.   Fólk borgar töluverða peninga fyrir að hlusta á þig sem listamann , það er ekki að borga fyrir að hlusta á hvað þér finnst hvað sé rétt og rangt eða þína pólitísku skoðanar, haltu þeim fyrir utan tónleikana.


mbl.is Kínverjar herða eftirlit með skemmtikröftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband