Kínverskur verðbréfa kaupandi, og seljandi

Það verður seint hægt að bera uppá Kínverja að þeir leggi í einhvern óþarfa kostnað, sérstaklega þegar á að taka peninginn úr þeirra eigin vasa.

Fór og fékk mér einn espresso áðan út á Starbuck áðan, og meðan ég var að bíða eftir að þeir löguðu kaffið fyrir mig, þá leit ég inní Sony básinn sem er því sem næst samtengdur kaffihúsinu.  Þar var töluvert úrval af myndavélum og fleiri tækjum og meðal annars tölvur og sá ég strax eina sem leit mikið betur út en allar aðrar.  Þessi tölva var tengd internetinu og var tengd inná einhverja síðu sem mér sýndist eitthvað vera í líkingu við hlutabréfa markaðinn.

Allt í einu kemur vinur minn sem vinnur á kaffihúsinu , Mr. Wilson, og mér sýndist hann vera að skoða vélina rétt eins og ég og hugsaði með mér, "mikið held ég honum langi nú í eina slíka" , og spyr hann hvort hann haldi ekki að þetta sé mjög góð tölva .  "Nei, þetta er vonlaus vél , handónýtt drasl, einskis virði" segir hann, ég hvái og spyr hvers vegna og hann svar um hæl og segir  "allt of dýr".  Þar með var þessi flotta tölva orðin að bölvuðu drasli þar sem verðmiðinn var allt of hár.   Auðvitað hugsa ég með mér, hann hefur nú ekki nema um 20.000 ikr í laun á mánuði , hann var búin að segja mér það áðu,r og að kaupa 150.000 krónu tölvu , það er nú bara meira en að segja það fyrir karl greyið.

Nema hvað, hann fer ekki í burtu og er að djöflast í þessum línu ritum og ég spyr hann hvort þetta sé verðbréfamarkaðurinn í Shanghai.  Jú jú , rétt til getið, þetta var hann og það sem meira var, hann var tengdur inná SINN "verðbréfa reikning"  og hann fer að sýna mér hvernig þetta virkar allt og hvernig hann geti keypt og selt og séð hvað hann er búin að græða mikið og hvað mikla peninga hann eigi í dag o.s.frv.

Kemur ekki í ljós að þessi kaffihúsa þjónn er búin að hala inn 500.000 krónur, bara í þessum mánuði og að auki var hann með fullt af pening inná þessum verðbréfa reikning.  Hann stundar þessa iðju sína á milli þess að búa til Espresso og aðra kaffidrykki , og ofan á allt saman, þá notar hann tölvur sem eru til sölu í Sony básnum, og sennilega netsamband frá Starbucks.

Niðurstaðan er þessi.

Mr. Wilson mætir til vinnum um átta leitið á morgnana, á hreint, hlýtt , loftræst fyrsta flokks kaffihús.

Honum er útvegaður vinnufatnaður, þannig að það er ekki kostnaður fyrir hann.

Hann fær frítt að borða og drekka, engin leki á peningum þar

Hann getur stundað verðbréfaviðskipti allan daginn og fær frían aðgang hjá Sony tölvum (að vísu bölvað drasl vélar, allt of dýrar, en það er hægt að notast við þær.) . Engar fjárfestingar hér

Internet samband fær hann frá Starbucks, engin leki á peningum hér.

Sennilega er mesta bölið og mestu vandræði Wilsons fólgin í því að lenda á frívakt, því þá þarf hann að redda sér einhvern veginn internet samband og það gæti kostað eitthvað, en ef ég þekki kauða rétt, þá kæmi mér ekki að óvart að hann hefði aðra vinnu sem passaði við frívaktirnar hjá Starbucks og þar væri líka Sony eða IBM bás sem hann hefði góð sambönd í .

Á meðan viðskiptavinirnir sitja og sötra kaffi sem hann hefur hellt uppá , þá skreppur Wilson yfir í Sony básinn og tekur verðbréfastöður í Kínverskum fyrirtækjum á verðbréfamarkaðnum í Shanghai og svo bara fer hann og hellir uppá meira kaffi meðan bréfin rjúka upp um 1-3% að jafnaði á dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha. ég hlakka til að hitta þennan náunga þegar ég kem út.

kristín (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband