Hungurmorða Kínverjar

Það er staðreynd að þegar Kínverji leggur land undir fót og ákveður að fara til annara landa, þá eru ýmsar hættur á ferðinni.  En ein af stærstu hættunum fyrir kínverjann er sú að hann verði hungurmorða.

Þeir nota ýmsar aðferðir til þess að forðast hungurmorðið, þeir ferðast með fullar töskur af núðlusúpum, sveppum, grænmeti og það sem hefur toppað þetta er að einn vinur minn sem fór í fyrsta skipti til LA-USA , hann tók með sér hrísgrjón að heiman og þegar hann kom til baka þá fullyrti vinurinn að þetta hefði sennilega bjargað lífinu hans í US and A, vegna þess að þetta var það eina sem hann gat borðað.

Til að stykja þessar staðhæfingar þá get ég nefnt að ég stóð fyrir því að hjálpa kínverskri vinkonu minni til að fara til Hollands fyrir tveimur árum síðan og vera þar yfir jól og áramót hjá íslenskri fjöldskyldu.  Fyrirmyndar fólk, húsmóðrin bóndadóttir að austan og heimilsfaðirinn hreinræktaður Akureyringur, sonur kokks.  Þau voru með hangikjöt og allan jólamatar pakkann að heiman, meira að segja ORA grænar baunir, allt lagt undir, engu sparað, hver éti sem betur má og getur.   Vinkonunni var auðvitað tekin inní fjölskylduna eins og á góðum bóndabæ og otað að henni öllu því besta, feitasta kjötinu og heimatilbúna ísnum.  En viti menn, nei nei, hún nartaði í þetta , varla snerti og stóð upp og þakkaði fyrir sig og bar við flugþreytu og kvaðst vilja fara upp að sofa.

Seinna um kvöldið var komið að henni fyrir tilviljun , uppí herbirgi , þar sem hún var búin að útbúa "instant" núðlusúpu og át hana með bestu list, líkt og svín í hveiti hrúgu. 

 Nema hvað, maður gæti skilið þetta ef þetta væri nú einangrað við Kína / utan Kína, en svo er nú ekki.  Félagi minn ákvað að fara núna í Fyrsta Maí fríinu og heimsækja foreldra sína og taka kærustuna sína með sér.  Sjálfur er félagi minn frá eyju skammt utan Shanghai, en unnustan er frá norður Kína, þó ekki norðarlegra en það, að aðeins tekur um 90 mín að flúgja þessa leið.

Þegar ég spurði hann í dag hvernig hefði gengið og hvort ekki hefði verið gaman, þá var svarið strax jújújú , rosa gaman.  Síðan gekk ég á hann og spurði hvernig unnustunni hefði líkað dvölin á fiskimanna eyjunni, því ég vissi að hún er ekki af verkafólki komin og ferkar dekur-rófa heldur en hitt . Þá hvarf nú brosið af andlitinu og það varð allt alvöru gefnara og ég fór að ganga á mannin hvað hefði skeð.  Jújú, mamma tók allt það besta sem hún átti í búrinu, og fór að elda það handa þeim , kvölds, morgna og í hádeginu.  Nema, viti menn, stúlkukindin, hún bara snerti ekki á matnum, ekki einu sinni prufaði hann , hann var nefnilega ekki eins og heima.

Og þar við sat, stelpan borðaði ekki í þrjá daga, mamman bar nýjan og nýjan mat á borðið , en í lokin , þá var það allt árangurslaust.  því er við að bæta að hún fékk lystina þegar heim var komið.

 Niðurstaðan er sú, að það hefur verið vitað að kínverjar taka mikla áhættu með því að ferðast til annara landa, þeir gætu dáið út af því að fá ekki ætan mat.   En ofan á það, þá er komið í ljós að þeir taka stóra áhættu með því að ferðast innanlands , ekki í raun síðri , því það er sko alls ekki gefið að maturinn þar sé eins og sá sem þeir hafa vanist að borða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha kínverjar eru svo spes. ni chi fan le ma?
skemmtilegt blogg. hlakka til að sjá fleiri.

kristín k (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:56

2 identicon

æj ég kem alltaf reglulega hingað inn og aldrei neitt nýtt. komdu nú með einhverja skemmtilega sögu af þessu kínaliði.

kristín (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband